19.5.2010 | 14:23
Enska, Anne Frank
Við vorum að læra um Önnu Frank í ensku. Við hlustuðum á dagbók hennar á kasettu og byrjuðum svo að vinna. Við skrifuðum í ensku bókina okkar það sem við vildum hafa við hverja glæru og þegar við vorum búin að því fórum við í tölvur og gerðum photo story myndband um líf hennar. Þegar við vorum búin að setja myndir þá lásum við inná.
Anna Frank fæddist 12. Júní 1929 og var gyðingur. Hún bjó í Þýskalandi en flutti til Hollands með fjölskyldu sinni, í seinni heimstyrjöldinni. Þau þurftu að fara í felur í kjölfarið, afþví pabbi hennnar átti að vera sendur í gasklefa. Anna átti dagbók sem hún skrifaði í á felustaðnum. Að lokum var fjölskyldan fundin og hún dó síðar i gasklefa. Kona af nafni Miep fann dagbókin eftir stríðið og pabbi Önnu gaf hana síðan út.
Mér fannst mjög gaman að læra um Önnu Frank og ég bætti orðaforða minn í ensku og mér fannst ævi hennar áhugaverð. Mér fannst skemmtilegast að finna myndirnar. Mér fannst erfiðast að tala inná, afþví það kom mishátt hljóð við myndirnar. Ég vissi eithvað um Önnu Frank en ekki jafn mikið og við lærðum . Ég lærði t.d. hvenar hún fæddist hvað foreldrar hennar hétu og hvar hún bjó.
Hér er myndbandið:
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 10:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.