Færsluflokkur: Menntun og skóli
2.6.2010 | 11:30
Umsögn kennara
Aðalheiður Rut þú ert dugleg, vandvirk og metnaðarfull mundu að brosa framan í heiminn og þá mun heimurinn brosa framan í þig.
Helga31.5.2010 | 20:44
Tyrkjaránið
Við vorum að gera leikrit um Tyrkjaránið. Við syndum síðan foreldrum það, sem borguðu sig inn og notuðum peninginn til að fara á pizza hut. Mér fannst alveg gaman að gera leikrit um Tyrkjaránið. Mér fannst kostirnir vera að við eyddum minni tíma í aðra íslensku og að við fórum á pizza hut eftir á. Mér fannst ég samt ekki læra meira um námsefnið með því að gera leikrit um það, þar sem ég er ekki öll hlutverkin og og má ekki horfa á leikritið á sýningunni. Helstu ókostirnir eru að það eru ekki allir jafngóðir leikarar og sumir sem taka gagnrýni illa og aðrir sem geta ekki gert eins og beðið er um.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2010 | 11:09
Gæluverkefnið mitt
Við vorum að gera gæluverkefni heima. Við máttum velja hvað við skrifuðum um og máttum útfæra það eins og við vildum. Við áttum að gera áætlun yfir það sem við mundum vinna í vikunni og skrifa hvað við gerðum á hverjum degi. Þetta stóð yfir í 3 vikur og ég gerði bók um Hawaii og powerpoint kynningu fyrir bekkinn. Það var mjög gaman að geta valið það sem ég skrifaði um afþví við höfum mismunandi áhugamál og kanski langaði einhverjum að gera um dýr, land og sumum kanski bara um áhugamál sín. Mér fannst soldið verra að gera áætlun, afþví ég gat varla fylgt henni t.d. ef ég ætlaði að klára skrifa á einhverjum degi en gat það ekki, þá þurfti ég að breyta áætluninni. Mér fannst gaman að hafa heimaverkefni yfir svona langan tíma afþví að þá gerðum við ekki neitt annað og við lærðum mikið um það sem við völdum okkur. Ég var ánægðust með bókina sem ég gerði, afþví að hún heppnaðist bara vel.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2010 | 10:51
Danska
Í dönsku í vetur vorum við að gera mikið af verkefnum. Við gerðum meðal annars dönsku spil og danska fjölskyldu. Þegar við gerðum spilið vorum við 2-4 saman í hóp og máttum alveg ráða hvernig við höfðum spilið. Við áttum að hafa það á dönsku og við gerðum reglurnar á dönsku og skrifuðum á reitina á dönsku. Síðan höfðum við 1 tíma þar sem við spiluðum spilin. Þegar við gerðum fjölskyldu vorum við líka í hópum nema þá vorum við 3-5 saman í hóp. Við gerðum öll einn eða fleiri fjölskyldumeðlimi og skrifuðum um þau og teiknuðum. Við fundum nöfn á fólkið og ættarnafnið. Síðan límdum við allt á plakat. Við gerðum líka vinnubækur, D-bog, og verkefnabók, B-bog. Við glósuðum í D-bog og gerðum líkamsparta og nöfn á hlutum. En tur i zoo var líka leshefti sem við glósuðum orð og tókum svo smá próf úr. Síðan gerðum við líka matseðil í hópum og áttum að gera aðalrétti forrétti og eftirrétti. Síðan fundum við nafn á veitingastaðinn og kynntum fyrir bekkinn.
Mér fannst mjög gaman í dönskunni og mjög skemmtilegt að gera hópverkefni. Ég bætti við orðaforða minn í dönsku og samvinnan gekk vel í öllum hópverkefnunum. Það gekk eigilega ekkert illa.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2010 | 14:15
Náttúrufræði
Í Náttúrufræði vorum við að læra um líffræði, eðlisfræði, plöntur og fugla.
Í líffræði vorum við í bókinni Líkami mannsins. Við tókum 3 próf og gerðum vinnubók. Meðal annars lærðum við um blóðið, æðarnarnar, beinin, fíkniefni og húðina. Það var gaman að læra um það afþví það kemur að góðum notum síðar meir og það var mikið sem ég vissi ekki og kom á óvart.
Í eðlisfræði vorum við í bókinni Auðvitað 3 og tókum 2 próf, og lærðum efnafræði. Við gerðum líka vinnubók sem var alveg gaman. Mér fannst samt skemmtilegast að gera tilraunir.
Þegar við lærðum um plöntur fórum við út og tíndum 1 plöntu í einu, fórum inn og pressuðum hana, settum svo í vinnubókina, og skrifuðum um hana. Síðan endurtókum við 3x. Það var gamnan að gera þetta verkefni og ég lærði mikið um plöntur. Það var gaman að fara sjálf út og taka plöntur í staðinn fyrir að fá mynd eða eithvað álíka.
Fuglar sem eru sem sagt 6 flokkar. Við gerðum powerpoint glærur og fengum upplýsingar um flokkana inná fuglavefnum. Við settum síðan viðeigandi myndir við textann. Það eru til 6 flokkar af fuglum. Þeir eru: Máffuglar, Landfuglar, Spörfuglar, Sjófuglar, Vaðfuglar og Vatnafuglar. Landfuglar er fremur ósamstæður flokkur. Máffuglar eru dýraætur sem lifa aðallega á sjávarfangi, skordýrum og úrgangi, fuglsungum, eggjum og fleiru. Sjófuglar fá fæðu úr sjónum, verpa við sjó og ala allan sinn aldur á sjónema þeir koma á land til að verpa. Spörfuglar er stærsti ættbálkur fugla. Vaðfuglar eru dýraætur og nota langan gogginn til að leita eftir æti í leirnum, jarðvegi og tjarnarbotnum. Vatnafugar lifa á vatni og eru sérhæfðir til þess.Mér fannst bara gaman að gera þetta og ég læri mjög mikið um fugla. Mér fannst líka gaman að gera glærurnar. Hér er svo glærurnar:
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2010 | 14:23
Enska, Anne Frank
Við vorum að læra um Önnu Frank í ensku. Við hlustuðum á dagbók hennar á kasettu og byrjuðum svo að vinna. Við skrifuðum í ensku bókina okkar það sem við vildum hafa við hverja glæru og þegar við vorum búin að því fórum við í tölvur og gerðum photo story myndband um líf hennar. Þegar við vorum búin að setja myndir þá lásum við inná.
Anna Frank fæddist 12. Júní 1929 og var gyðingur. Hún bjó í Þýskalandi en flutti til Hollands með fjölskyldu sinni, í seinni heimstyrjöldinni. Þau þurftu að fara í felur í kjölfarið, afþví pabbi hennnar átti að vera sendur í gasklefa. Anna átti dagbók sem hún skrifaði í á felustaðnum. Að lokum var fjölskyldan fundin og hún dó síðar i gasklefa. Kona af nafni Miep fann dagbókin eftir stríðið og pabbi Önnu gaf hana síðan út.
Mér fannst mjög gaman að læra um Önnu Frank og ég bætti orðaforða minn í ensku og mér fannst ævi hennar áhugaverð. Mér fannst skemmtilegast að finna myndirnar. Mér fannst erfiðast að tala inná, afþví það kom mishátt hljóð við myndirnar. Ég vissi eithvað um Önnu Frank en ekki jafn mikið og við lærðum . Ég lærði t.d. hvenar hún fæddist hvað foreldrar hennar hétu og hvar hún bjó.
Hér er myndbandið:
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2010 | 11:18
Stærðfræði
Hringekja
Á föstudögum í stærðfræði vorum við í hringekju. Við byrjuðum öll í okkar stofu og fórum svo í næstu stofur. Hjá Helgu vorum við stundum að gera blöð með þrautum og vorum 1-2 saman, síðan gerðum við stundum stærðfræði spil og svoleiðis. Hjá Auði gerðum við samskonar nema oftar með erfiðari þrautum. Hjá Önnu gerðum við tvenns konar munstur og stærðfræði ljóð. Það var oftast skemmtilegast hjá Helgu og Auði afþví að mér finnst gaman í svona þrautum. Mér fannst leiðilegt að gera ljóð hjá Önnu en munstrin voru svo sem ágæt.
Mér fannst jákvætt að við vorum ekki alltaf að gera það sama og neikvætt að við þurftum að gera ljóð. Mér fannst samt alveg gaman í hringekjunni.
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2010 | 21:47
Íslenska/Samfélagsfr.
Í Íslenskunni vorum við að hluta til að læra um Hallgrím Pétursson sálma og ljóðskáld á 17. og 18. öld. Hann var fenginn til að fara yfir kristin fræði með hópnum sem lenti í Tyrkjaráninu 1627. Hann lærði í Frúarskóla til prests og gegndi 2 prests embættum hér á Íslandi. Hann dó síðar á Ferstiklu úr holdsveiki árið 1674.
Við fengum 7-8 kennslutíma til að lesa um Hallgrím á netinu og skrifa um hann í word. Síðan áttum við að búa til power point glærur um ævi og störf hanns. Við textann áttum við svo að finna myndir. Mér fannst gaman að læra um hann og að við hann eru t.d. kenndar 3 kirkjur. Það var skemmtilegast að gera glærurnar og skreyta þær. Ég vissi ekkert um Hallgím áður en við lærðum um hann hér í skólanum. Það gekk mjög vel að gera glærurnar og ég þurfti ekki auka tíma fyrir þær. Hér eru glærurnar mínar:
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2010 | 09:16
Landafræði
Löndin
Í landafræðinni vorum við að læra um Evrópu. Við vorum með lesbók og hefti og það voru spurningr í heftinu sem að við áttum að svara. Þegar við vorum búin með heftið byrjuðum við á því að velja okkur land(af nokkrum löndum úr Evrópu) og áttum að gera Power point glærur um landið. Ég valdi Rússland og fékk hefti með upplýsingum. Ég fékk stórt blað og skipti því í 16 hluta og skrifa inní hvern kassa það sem átti að fara á hverja glæru. Síðan fór ég í tölvur og skrifaði það í power point og þegar ég var búin að skrifa skreytti ég það með myndum og gerði glærurnar gráar og fjólubláar. Eftir því átti ég að gera kynningu og kynna fyrir bekkinn sem að gekk ágætlega. Hér er powerpoint um Frakkland:
Þegar við gerðum Photo Story myndband þá gerðum við þetta svipað. Við byrjuðum á því að velja okkur land í Evrópu, alveg frjálst og ég valdi Frakkland. Eftir það öfluðum við okkur upplýsinga um landið. Síðan skiptum við blaðinu í sirka 16 hluta og skrifa inná þá hvað við kynnum með hverri glæru. Við fórum síðan í tölvur og fundum myndir sem passa við kynninguna. Við settu þær inná forritið Photo Story. Þegar allar myndirnar sem að voru komnar inná sem að við vildum hafa, skrifuðum við texta inná ef við vildum, þó að það væri ekki nema nöfn. Þá áttum við bara eftir að stilla hversu lengi myndirnar væru og hvernig það skiptist yfir á hina myndina. Þá var myndbandið nokkuð tilbúið nema ef við vildum hafa tónlist. Ef að við vildum það áttum við að finna lag og downloada því á beemp3.com. Síðan settum við tónlistina inná myndbandið og þá var það tilbúið. Þegar við vorum tilbúin með myndbandið eigum við að kynna.
Það var mjög gaman að gera þetta myndband og power point glærurnar og gaman í landafræðinni. Ég lærði eigilega allt nýtt um Evrópu og það gekk frekar vel að vinna þetta. Hér er photostory um Frakkland:
Heimavinnan
Í fyrsta verkefninu í heimavinnuni áttum við að finna frétt frá Evrópulöndunum í Fréttablaðinu eða bara inná mbl.is. Við áttum síðan að endursegja fréttina og líma á blað. Næsta verkefni var að finna veður í nokkrum höfuðborgum í Evrópu, fjóra daga í röð, og það fundum við inná danskri veðurfrétta síðu. Síðan áttum við að velja okkur fjögur tungumál í Evrópu og finna út hvernig maður skrifar/segir góðan daginn, tölurnar 1-10, takk fyrir og ég heiti. Fjórða verkefnið okkar var að velja fjögur lönd og skipta einu blaði í fjóra hlutaog teikna eða skrifa nokkur einkenni hvers lands. Seinasta verkefnið var að velja þrjár persónur og fjalla stuttlega um þær og gefa almennar upplýsingar og segja fyrir hvað þær eru þekktar og hvaðan þær koma. Mér fannst heimavinnan skemmtilegasta verkefnið í landafræðinni ásamt Photo Story verkefninu.
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 09:18
Verk & list
Verk & list
Á skólaárinu 2009 erum við búin að fara í 2 hópa og erum í 3 hópnum í verk og list. Við erum búin að fara í tónmennt og sauma. Mig langaði til að segja frá saumum. Í saumum kennir Sigga Ó okkur að sauma. Þetta árið gerðum við náttbuxur og fleira. Allir byrjuðu á að finna stærð (S-M-L). Þegar allir voru komnir með stærðir þá tók Sigga út nokkur efni sem að við máttum velja úr. Það tók lítinn tíma að velja efni svo að við byrjuðum á að gera snið á smjörpappír og klipptum út. Við vorum komin með efni og settum sniðið á og strikuðum eftir því 2 cm frá efninu og klipptum svo út. svo saumuðum við með sik-sak saum allan hringin á efnunum. Svo létum við skálmarnar saman og saumuðum þær saman. Síðan títuprjónuðum við y sauminn saman og saumuðum hann líka saman. Þegar náttbuxurnar voru komnar saman strauuðum við náttbuxurnar og títuprjónuðum svo ofan á buxurnar fald. Við skildum eftir smá rifu til að setja tegju inní og þegar hún var komin inní saumuðum við hana fasta í. Þá gerðum við fald neðan á. Ég braut uppá fyrst 1 cm og svo 3 cm. síðan títuprjónaði ég og saumaði saman. Þá voru náttbuxurnar tilbúnar !. Ég og fleiri vorum búin með náttbuxurnar áður en tímarnir voru búnir svo að við máttum velja aukaverkefni. Ég valdi að gera vettlinga úr flísefni og náttgleraugu.
Menntun og skóli | Breytt 23.2.2010 kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)